Innlent

Úttekt á máli Gunnars Birgissonar væntanleg

Ómar og Gunnar þegar Kópavogsbær tók í notkun eigið vatnsból í Vatnsendakrikum í Heiðmörk í nóvember 2007.
Ómar og Gunnar þegar Kópavogsbær tók í notkun eigið vatnsból í Vatnsendakrikum í Heiðmörk í nóvember 2007. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Úttekt endurskoðendafyrirtækisins Deloitte á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, er væntanleg. Framsóknarmenn í bæjarfélaginu hafa ekki fundað nýlega um málið en bíða eftir að yfirferð endurskoðendafyrirtækisins liggi fyrir.

Útgáfufélagið Frjáls miðlun í eigu Brynhildar Gunnarsdóttur hefur á síðustu fjórtán árum fengið rúma 70 milljón króna frá Kópavogsbæ fyrir ýmis konar verkefnavinnu fyrir bæjarfélagið, meðal annars fyrir ársskýrslur, kynningarefni, bæklinga og önnur verkefni.

Þá greindi Stöð 2 frá því í síðustu viku að verktakafyrirtækið Klæðning hafi fengið tæpar 130 milljónir króna greiddar frá bænum fyrir ýmis verkefni á árunum 1997 til 2001. Það var þá í eigu Gunnars en hann var þá bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs.



Formaður bæjarráðs fær úttektina hugsanlega fyrir helgi


Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkar hafa verið í verið í meirihlutasamstarfi í bæjarfélaginu allt frá 1990.

Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagðist í samtali við fréttastofu eiga von á að endurskoðendafyrirtækið skili úttekt á viðskiptum Kópavogs og Frjálsrar miðlunar á föstudaginn. Í framhaldinu verði henni dreift til bæjarfulltrúa og tekin fyrir í bæjarráði.



Meirihlutaslit rædd


Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélagsins, hefur sagt að varast þurfi viðskipti af þessu tagi og þau þurfi að vera hafin yfir allan vafa. Rætt hafi verið innan flokksins að slíta meirihlutasamstarfinu en framsóknarmenn sjái ekki ástæðu til þess fyrr en niðurstaða endurskoðunar liggi fyrir.

Ómar segir að framsóknarmenn hafi ekki fundað nýverið vegna málsins. Flokksmenn bíði niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins en muni komi saman í framhaldinu til að fara yfir stöðuna.


Tengdar fréttir

Klæðning fékk 130 milljónir frá Kópavogsbæ

Verktakafyrirtækið Klæðning, sem var í eigu Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra Kópavogs til ársins 2003, fékk tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna greiddar frá bænum fyrir ýmis verkefni á fjögurra ára tímabili

Dótturfélagið græðir milljónir úr stofunni

Útgáfufélagið Frjáls miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogs og eiginmanns hennar, er með lögheimili á heimili þeirra hjóna. Gunnar hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að gera samninga við Frjálsa miðlun. Dóttir hans, Brynhildur Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Guðjón Gísli Guðmundsson, eiga og reka félagið.

Bæjarstjóradóttirin tók fúlgur fjár fyrir vinnu sína

Fyrirtæki dóttur bæjarstjórans í Kópavogi rukkaði allt að fjórfalt gangverð fyrir umbrot og hönnun á afmælisriti bæjarins fyrir fjórum árum, að mati auglýsingastofu í Reykjavík. Umfangsmikil viðskipti bæjarins við dóttur bæjarstjórans eru í hæsta máta óeðlileg segir fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.

Mun óska frekari upplýsinga um viðskipti Gunnars

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst vafalítið óska eftir frekari upplýsingum um viðskipti verktakafyrirtækisins Klæðningar við Kópavogsbæ, á meðan það var í eigu þáverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna, Gunnars Birgissonar bæjarstjóra.

Bjarni tjáir sig ekki um mál Gunnars Birgissonar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að tjá sig um umfangsmikla verkefnavinnu dóttur Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, fyrr en endurskoðun bæjarins hefur skilað skýrslu um málið.

Endurskoðandi Kópavogs rannsakar ekki mál Gunnars bæjarstjóra

Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í dag að endurskoðandi bæjarins fari ekki með rannsókn á um 50 milljóna króna greiðslum til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Endurskoðendafyrirtækið Deloitte mun því rannsaka málið.

Segir Gunnar njóta víðtæks stuðnings meðal sjálfstæðismanna

Formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs segir Gunnar Birgsson bæjarstjóra njóta víðtæks stuðnings meðal sjálfstæðismanna í bænum og ekki var minnst orði á umdeilt viðskiptamál dóttur hans á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi í gærkvöldi.

Undrandi sjálfstæðismenn í Kópavoginum

Sjálfstæðismenn í Kópavogi eru undrandi yfir háum greiðslum bæjarins til handa fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Sjálfur segist bæjarstjóri ekki óttast meirihlutaslit við framsóknarmenn, hann hafi ekkert til saka unnið.

Segir málatilbúnaðinn „árás“

„Þetta er náttúrlega eins og flest sem þaðan kemur; uppdikterað og margfaldað með pí,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um frétt Ríkisútvarpsins í gær um að hann hygðist á fundi Sjálfstæðisfélags Kópavogs á morgun ræða greiðslur bæjarins til fyrirtækis dóttur hans.

Málsvörn framsóknarmanna

Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtækið Frjálsa miðlun sem er í eigu dóttur bæjarstjórans Gunnar I. Birgissonar. Fjölmiðlar hafa gert málinu skil og dregið fram atriði sem krefjast skýringar.

Hefur þegið hálfa milljón á mánuði

Dóttir bæjarstjórans í Kópavogi hefur þegið tæpa hálfa milljón í laun á mánuði fyrir ýmis verkefni hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og setið nær ein að verkefnavinnu fyrir bæinn. Oddviti Framsóknarmanna í bænum segir málið óheppilegt og sjálfstæðismenn eru undrandi yfir upphæðunum.

Úttekt á máli Gunnars verður að vera hafin yfir allan vafa

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að úttekt á viðskiptum Kópavogsbæjar við dóttur Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra, verði að vera hafin yfir allan vafa. Þess vegna hafi Samfylkingin lagt til að endurskoðendafyrirtæki færi yfir málið.

Beðið eftir endurskoðun

Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi segir að ekkert verði aðhafst í málum er varða greiðslur Kópavogsbæjar til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra fyrr en niðurstaða endurskoðanda liggi fyrir. Mál sem tengist greiðslum bæjarins til Klæðningar sem var í eigu Gunnars verði þá einnig tekin fyrir. Framsóknarmenn í Kópavogi taka í sama streng. Helga Arnardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×