Innlent

Afsögn Björgvins kemur 3 mánuðum of seint

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem viðskiptaráðherra komi alltof seint.

,,Björgvin er fara í kosningabaráttu. Núna getur hann komið fram sem sá sem axlaði ábyrgð og fyrsti ráðherrann sem tekur pokann sinn. Vandamálið er að þetta kemur þremur mánuðum of seint," segir Eygló.

,,Þetta er ofsalega aumt en þetta setur vonandi aukna pressu á Sjálfstæðisflokkinn. Ríkisstjórnin hefur sýnt að hún er óstarfhæf og hún þarf að fara frá."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×