Enski boltinn

Gerrard saknar Alonso

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xabi í leik með Liverpool.
Xabi í leik með Liverpool.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að hann hafi verið í öngum sínum er hann frétti að félagið hefði selt Xabi Alonso til Real Madrid.

Þeir tveir náðu einkar vel saman á miðjunni hjá Liverpool í fyrra og blómstraði Gerrard með Alonso sér við hlið.

„Ég var algjörlega miður mín yfir þessum tíðindum. Það var samt ekkert sem ég gat gert við þessu," sagði Gerrard.

„Xabi hafði sagt löngu áður að það væri kominn tími á nýjan kafla á hans ferli. Hann fékk ósk sína að lokum og lítið við því að gera. Við urðum bara að þakka fyrir okkur og halda áfram," sagði Gerrard en Liverpool hefur gengið illa að fylla hans skarð.

„Það eru aðrir miðjumenn hér að standa sig vel en það mun taka tíma að ná áttum án Alonso því hann var svo magnaður leikmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×