Enski boltinn

Owen sagður hársbreidd frá því að fara til Man. United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen er sagður líklega á leið til United.
Owen er sagður líklega á leið til United. Nordic Photos / AFP

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Michael Owen eigi nú í viðræðum við Manchester United um að ganga til liðs við félagið.

Fréttastofa BBC segir að hann sé hársbreidd frá því að ganga til liðs við United en þurfi fyrst að gangast undir læknisskoðun í dag.

Talsmaður United vildi ekki tjá sig um málið við BBC í dag. Owen hefur þó átt við ítrekuð og þrálát meiðsli að stríða undanfarin ár og því ekki víst að þetta muni ganga í gegn.

Cristiano Ronaldo er farinn til Real Madrid og þá er ekki útlit fyrir að þeir Carlos Tevez og Frazier Campbell verði áfram hjá United. Félagið þarf því á sóknarmönnum að halda.

Owen kom við sögu í aðeins 79 leikjum með Newcastle á sínum fjórum árum þar og skoraði samtals 30 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×