Enski boltinn

Wenger: Töpin í Manchester slys

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að töpin tvö fyrir Manchester United og Manchester City í haust hafi verið fyrst og fremst slys.

Arsenal tapaði fyrst fyrir United, 2-1, á Old Trafford og svo 4-2 fyrir City, einnig á útivelli. Liðið hefur síðan þá unnið sex leiki í röð í öllum keppnum en liðið mætir Birmingham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Ég tel að þessi tvö töp hafi fyrst og fremst verið slys," sagði Wenger í samtali við enska fjölmiðla. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við erum með nógu gott lið. Við hengdum ekki haus eftir þessa tvo leiki heldur efldu þeir trú okkar og staðfestu."

„Enda brugðumst við mjög vel við tapleikjunum. Við erum með allt til staðar í okkar liði til að skapa okkur velgengni."

„Tímabilið okkar mun fyrst og fremst ráðast af því hvernig okkur mun ganga á heimavelli. Við höfum getuna til að vinna hvaða lið sem er á hvaða velli sem er," sagði Wenger en bætti við: „En það er hvernig okkur tekst að takast á við lið eins og Blackburn sem mun ráða úrslitum fyrir okkur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×