Enski boltinn

Berg vekur áhuga enskra félaga

Ómar Þorgeirsson skrifar
Marcus Berg.
Marcus Berg. Nordic photos/AFP

Sænski U-21 árs landsliðsframherjinn Marcus Berg, sem leikur með Groningen í Hollandi, vakti mikla athygli á Evrópukeppni U-21 árs landsliða í Svíþjóð á dögunum þegar hann skoraði sjö mörk.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum eru nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni í hópi þeirra sem hafa áhuga á að fá kappann í sínar raðir.

„Það eru nokkur félög sem eru tilbúin að mæta háum verðmiða sem Groningen setur á hann. Það kemur í ljós hvað verður," segir Martin Kette umboðsmaður leikmannsins.

Tottenham, Aston Villa og Everton er öll sögð hafa áhuga á leikmanninum sem hefur skorað 33 mörk í 56 leikjum með Groningen frá því hann kom til félagsins á 2,5 milljónir punda árið 2007.

Þá eru Fiorentina og Bayern München einnig sögð vera að fylgjast náið með gangi mála hjá hinum 22 ára gamla Svía.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×