„Hreyfingin gefur þingmönnum puttann" 29. desember 2009 10:42 „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna,“ sagði Siv í umræðum um níu manna þingmannanefnd á Alþingi í dag. Mynd/GVA Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í lok janúar en upphaflega stóð til að birta skýrsluna í nóvember. Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir stendur til að kjósa níu manna þingmannanefnd sem mun hafa það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknanefndarinnar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði frumvarpið vont og ótrúverðugt. Alþingi ætli að rannsaka sjálft sig. Þá gagnrýndi Þór að þingnefndin ætli að taka sér níu mánuði til að fara yfir skýrsluna og skila af sér froðu um næstu Verslunarmannahelgi. „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna. Hér gefur Hreyfingin þingmönnum puttann og ég neita að sitja undir því," sagði Siv sem var allt annað sátt með yfirlýsingar Þórs og þingmanna Hreyfingarinnar að undanförnu. Hún sagði rangt að þingið ætli að rannsaka sjálft sig og það viti Þór vel. Sérstök rannsóknarnefnd væri nú að störfum að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Þingið fái í framhaldinu skýrslu um málið. „Hvernig dirfist þingmaðurinn að tala svona. Hér erum við að vanda til verka og ná samstöðu í mikilvægu máli og þá kýs Hreyfingin að grafa undan öllu trausti sem við erum að reyna að byggja upp og ég mótmæli því," sagði Siv. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00 Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53 Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57 Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í lok janúar en upphaflega stóð til að birta skýrsluna í nóvember. Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir stendur til að kjósa níu manna þingmannanefnd sem mun hafa það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknanefndarinnar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði frumvarpið vont og ótrúverðugt. Alþingi ætli að rannsaka sjálft sig. Þá gagnrýndi Þór að þingnefndin ætli að taka sér níu mánuði til að fara yfir skýrsluna og skila af sér froðu um næstu Verslunarmannahelgi. „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna. Hér gefur Hreyfingin þingmönnum puttann og ég neita að sitja undir því," sagði Siv sem var allt annað sátt með yfirlýsingar Þórs og þingmanna Hreyfingarinnar að undanförnu. Hún sagði rangt að þingið ætli að rannsaka sjálft sig og það viti Þór vel. Sérstök rannsóknarnefnd væri nú að störfum að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Þingið fái í framhaldinu skýrslu um málið. „Hvernig dirfist þingmaðurinn að tala svona. Hér erum við að vanda til verka og ná samstöðu í mikilvægu máli og þá kýs Hreyfingin að grafa undan öllu trausti sem við erum að reyna að byggja upp og ég mótmæli því," sagði Siv.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00 Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53 Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57 Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00
Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53
Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57
Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51