Enski boltinn

Carew bjartsýnn fyrir næsta tímabil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carew fagnar marki.
Carew fagnar marki. Nordic Photos/Getty Images

Norðmaðurinn John Carew, leikmaður Aston Villa, er á því að Villa geti komist í hóp fjögurra bestu liða Englands á næstu leiktíð.

Villa var í góðri stöðu í vetur að komast þar inn en missti dampinn og endaði í sjötta sæti.

„Næsta tímabil er mjög mikilvægt fyrir Villa og ég held að við séum betur í stakk búnir að blanda okkur í baráttuna með þeim fjórum bestu næsta vetur en síðasta vetur," sagði Carew.

„Við bættum okkur mikið á síðustu leiktíð og leikmennirnir okkar verða bara betri og betri. Þetta lið á að geta orðið betra ár frá ári," sagði Carew sem hefur greinilega litlar áhyggjur af því að hafa misst Gareth Barry til Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×