Enski boltinn

Villa vill fá Distin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Distin í leik gegn Man. Utd.
Distin í leik gegn Man. Utd. Nordic Photos/Getty Images

Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Aston Villa hafi gert tilboð í varnarmann Portsmouth, Sylvain Distin.

Distin hefur verið orðaður við önnur félög síðustu vikur og óvissa um framtíð hans hjá félaginu. Glen Johnson og Peter Crouch hafa báðir yfirgefið félagið og Distin gæti orðið næstur.

Forráðamenn Portsmouth hafa þó sagt að Distin sé í plönum stjórans, Paul Hart.

Distin kom til félagsins frá Man. City árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×