Enski boltinn

Capello bíður eftir sjöunda sigrinum í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic Photos/Getty Images

Enska landsliðið vann sinn sjötta leik í röð í dag þegar það skellti Kasakstan, 4-0. Þjálfarinn, Fabio Capello, var að vonum kátur eftir leikinn.

"Það er var mjög mikilvægt að fá þrjú stig í lok tímabilsins. Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel því þeir settu á okkur góða pressu," sagði Capello.

"Völlurinn var ekki nógu góður og erfitt að spila okkar leik á þessum velli. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna. Eftir fyrstu 20 mínúturnar þá var þetta miklu betra," sagði Capello sem vill halda áfram að vinna.

"Það er mjög gott að hafa unnið sex leiki í röð en núna er ég að bíða eftir sjöunda sigrinum því það er afar mikilvægt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×