Enski boltinn

Franco formlega genginn í raðir West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guillermo Franco.
Guillermo Franco. Nordic photos/AFP

Landsliðsframherjinn Guillermo Franco frá Mexíkó skrifaði formlega undir eins árs samning við West Ham í dag en leikmaðurinn hefur verið án félags síðan samningur hans við Villarreal rann út í lok síðasta tímabils.

Hinn 32 ára gamli Franco skrifar undir samning við Lundúnafélagið út yfirstandandi tímabil og segir tækifærið á að spila í ensku úrvalsdeildinni hafi verið of gott til þess að hafna því.

„Ég hafði möguleikann á því ganga í raðir Estudiantes í Argentínu auk þess sem tvö efstu deildarfélög á Spáni höfðu samband en ég hef alltaf viljað leika í ensku úrvalsdeildinni.

Ég hef mikinn metnað til þess að standa mig og get nú náð markmiðum mínum með West Ham," segir Franco í viðtali á opinberri heimasíðu West Ham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×