Fótbolti

Japan fyrst til að tryggja sig á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Shunsuke Nakamura, einn besti leikmaður Japana.
Shunsuke Nakamura, einn besti leikmaður Japana. Nordicphotos/GettyImages

Japan hefur tryggt sér þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku á næsta ári. Liðið vann Úsbekistan 1-0 í dag.

Shinji Okazaki skoraði eina marki í leiknum.

Japan vann Asíuriðil eitt örugglega en Ástralía fylgir liðinu ef það tapar ekki fyrir Qatar í dag.

Suður-Kórea er efst í hinum Asíuriðlinum en Norður-Kórea og Sádi-Arabía eru í öðru sætinu.

Holland getur einnig tryggt sig áfram með sigri á Íslandi í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×