Enski boltinn

Terry vill fá nýja leikmenn í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry, leikmaður Chelsea.
John Terry, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

John Terry, fyrirliði Chelsea, vill að félagið nýti tækifærið og kaupi nýja leikmenn til félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu áramót.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, bannaði Chelsea í haust að fá nýja leikmenn til félagsins næstu átján mánuðina en banninu var frestað á meðan að Chelsea áfrýjar dómnum.

Chelsea mun missa nokkra leikmenn í janúar vegna Afríkukeppninnar í knattspyrnu og þá afa þeir Frank Lampard, Michael Ballack og Ashley Cole átt við meiðsli að stríða.

„Ég er viss um að félagið og knattspyrnustjórinn eru að skoða þessi mál og að ræða þau við Roman Abramovich," sagði Terry en Abramovic er eigandi Chelsea.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef félagið myndi kaupa leikmenn í janúar því við vitum ekki hvað mun gerast næsta sumar eða sumarið þar á eftir."

Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við Chelsea á undanförnum mánuðum. Til að mynda Sergio Agüero hjá Atletico Madrid, Franck Ribery hjá Bayern München og Jack Rodwell hjá Everton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×