Enski boltinn

Tim Howard: Louis Saha gaf mér góð ráð fyrir vítið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton faðmar Tim Howard í leikslok.
David Moyes, stjóri Everton faðmar Tim Howard í leikslok. Mynd/AFP
Tim Howard, bandaríski markvörðurinn í Everton, tryggði sínum mönnum eitt stig á móti Tottenham í dag þegar hann varði vítaspyrnu frá Jermain Defoe í uppbótartíma.

„Louis Saha kom til mín og gaf mér góð ráð fyrir vítaspyrnuna. Ég vissi við hverju ég átti að búast," sagði Howard en Jermain Defoe skaut í mitt markið og Howard varði skotið með fótunum.

„Það er svo mikið af myndbandsupptökum í gangi að það er ekki ein vítaspyrna sem sleppur framhjá manni," sagði Howard kátur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×