Skógar munu þekja allt láglendi Íslands 2. september 2009 04:45 Rétt ofan við byggðina í Árbæ og Norðlingaholti er mikið af sjálfsánum trjám eins og hér við Suðurlandsveg hjá Hólmsá. Fréttablaðið/Gva „Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira