Skógar munu þekja allt láglendi Íslands 2. september 2009 04:45 Rétt ofan við byggðina í Árbæ og Norðlingaholti er mikið af sjálfsánum trjám eins og hér við Suðurlandsveg hjá Hólmsá. Fréttablaðið/Gva „Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira