Skógar munu þekja allt láglendi Íslands 2. september 2009 04:45 Rétt ofan við byggðina í Árbæ og Norðlingaholti er mikið af sjálfsánum trjám eins og hér við Suðurlandsveg hjá Hólmsá. Fréttablaðið/Gva „Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Ef hlýnun loftslags heldur áfram á þessari öld eins og gert er ráð fyrir verður aukningin gífurleg,“ segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, um þá sprengingu sem orðin er hér á landi í sjálfsánum trjágróðri. „Þróunin hefur verið ört vaxandi á síðustu árum. Það munu breiðast út hér birkiskógar og víðir aðallega og þekja allt láglendi þar sem beit hamlar ekki,“ segir Brynjólfur. Útbreiðsla skóga mun ráðast af því hvernig beit verður háttað í framtíðinni. Brynjólfur segir að þar fari sauðkindin fremst í flokki. Hann bendir á að fyrir fáeinum áratugum hafi verið um ein milljón kinda hér á vetrarfóðrum. Í dag séu það aðeins um 400 þúsund fjár auk þess sem dregið hafi úr beit á úthögum. „Tiltölulega lítið af sauðfé getur einfaldlega haldið niðri svona gróðri,“ útskýrir hann. Brynjólfur segir trjágróður víða vera að ná sér á strik. „Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um síðustu helgi var til dæmis rætt um landnám birkis á Skeiðarársandi. Þar er að vaxa upp fimm þúsund hektara samfelldur birkiskógur. Og á Vestfjörðum eru allir firðir að fyllast af birki og víði,“ er meðal dæma sem Brynjólfur nefnir. Þá minnist hann einnig á Austurland, Hvalfjörð og svæði við þéttbýlismörk höfuðborgarsvæðisins. Mikið hefur verið ræktað af skógum síðustu ár en Brynjólfur segir þá starfsemi munu skila miklu minna en sú sjálfsáning sem nú sé hafin og aukast muni ár frá ári. Fyrst og fremst verði það birki, víðir og ösp sem breiðist út því fræ furu og grenis séu þyngri og berist aðeins fáeina tugi metra með vindi en fræ fyrrnefndu tegundanna geti borist marga kílómetra. Þar sem birkiskógurinn vaxi nú upp skammt vestan gömlu Skaftárbrúarinnar séu til dæmis allmargir kílómetrar í næsta skóg. „Fé hefur ekki verið sleppt á Skeiðarársand í mörg ár. Þar er orðið mannhæðarhátt birki og það verður kominn nokkuð samfelldur birkiskógur á Skeiðarársandi eftir tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Brynjólfur. Miklar breytingar munu verða á vistkerfi landsins verði það viði vaxið milli fjalls og fjöru eins og þegar landnámsmennirnir settust hér að. „Slíkum skógum fylgir mikið og fjölbreytt vistkerfi, alls kyns smálífverur, sveppir og annað. En allt hefur þetta tilhneigingu til að leita jafnvægis,“ segir Brynjólfur. gar@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira