Enski boltinn

Ancelotti útilokar sölu á Terry

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Anceotti.
Carlo Anceotti. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti segir að fyrirliðinn John Terry verði áfram á Brúnni og hann sé ekki til sölu en þetta kom fram á fyrsta blaðamannafundi kappans hjá Lundúnafélaginu nú í morgun.

„Terry er tákn félagsins. Hann verður áfram fyrirliði á næstu leiktíð og hann vill vera áfram og við viljum auðvitað halda honum. Terry verður hjá Chelsea út ferilinn. Ég er sannfærður um það. Ég vill hafa fyrirliða eins og Terry og hann minnir mig mjög mikið á Paolo Maldini hvað varðar hæfileika og fagmennsku," sagði Ancelotti um Terry.

Þegar knattspyrnustjórinn var spurður út í hvort að varnarmanninum yrði boðinn nýr samningur var eitthvað minna um svör.

„Það veit ég ekkert um. Það er ekki mitt vandamál," sagði Ancelotti við bresku pressuna í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×