Enski boltinn

Behrami missir af byrjun næsta tímabils

Ómar Þorgeirsson skrifar
Behrami meiddist í leik gegn Manchester City í mars.
Behrami meiddist í leik gegn Manchester City í mars. Nordic photos/Getty images

Staðfest hefur verið að miðjumaðurinn Valon Behrami hjá West Ham muni missa af byrjun næsta keppnistímabils í ensku úrvalsdeildinni en Svisslendingurinn meiddist á hné í leik gegn Manchester City í mars.

Behrami kom til West Ham frá Lazio á 5 milljónir punda síðasta sumar og sló rækilega í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins á sínu fyrsta tímabili á Englandi.

„Endurhæfingin gengur vel og ef heldur sem horfir þá mun ég mæta aftur til æfinga í byrjun ágúst og get þá farið að sparka í bolta á ný. Ég vonast svo til að geta farið að æfa á fullu aftur fyrir lok ágúst. Nú þegar ég sé fyrir endan á þessum meiðslum þá vill ég bara koma þökkum til allra hjá West Ham fyrir að hafa stutt vel við bakið á mér," segir Behrami í viðtali á opinberri heimasíðu West Ham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×