Enski boltinn

Sunderland hefur áhuga á Mensah

Ómar Þorgeirsson skrifar
Steve Bruce.
Steve Bruce. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland hefur staðfest að varnarmaðurinn John Mensah hjá Lyon sé leikmaður sem hann hafi lengi reynt að fá og hafi enn mikinn áhuga á að fá í raðir Sunderland.

„Ég reyndi að fá Mensah til Birmingham á sínum tíma en þá var hann keyptur á 9 milljón pund og það var aðeins of mikið fyrir okkur. Ég hef hins vegar fylgst með honum og hef enn mikinn áhuga á að fá hann til mín," segir Bruce.

Franskir fjölmiðlar hafa orðað Mensah við ensku úrvalsdeildina síðustu vikur en leikmaðurinn var talsvert meiddur á síðustu leiktíð og er Mensah sagður viljugur að breyta um umhverfi.

Þá kæmi lánssamningur til greina en Sunderland og West Ham eru orðuð við leikmanninn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×