Enski boltinn

Viðræður við Shearer hefjast í vikunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Shearer, knattspyrnustjóri Newcastle.
Alan Shearer, knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Derek Llambias, framkvæmdarstjóri Newcastle, staðfesti í gær að viðræður við Alan Shearer muni hefjast í vikunni.

Shearer tók við knattspyrnustjórn liðsins á miðju tímabili og var ætlað að bjarga því frá falli. Það mistókst þar en Newcastle tapaði í gær fyrir Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, 1-0.

„Það eru mikil vonbrigði að falla úr ensku úrvalsdeildinni fyrir alla hjá félaginu," sagði Llambias í samtali við enska fjölmiðla.

Hann mun þó fljótt ræða við bæði Mike Ashley, eiganda félagsins, og Shearer um næstu skref.

„Vonandi getum við greint betur frá gangi mála síðar í vikunni," bætti hann við.

Sjálfur vildi Shearer lítið segja um framtíð sína hjá félaginu eftir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×