Enski boltinn

Þrír möguleikar í stöðunni fyrir Tevez

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Nordic photos/Getty images

Kia Joorabchian talsmaður og ráðgjafi argentíska framherjans Carlos Tevez hefur staðfest að þrjú félög séu búin að bjóða skjólstæðingi sínum samning eftir að hann ákvað að yfirgefa herbúðir Englandsmeistara Manchester United eftir tveggja ára lánssamning.

Chelsea og Manchester City er bæði búin að vera sterklega orðuð við Tevez en Joorabchian segir að ónefnt þriðja félag sé einnig með í kapphlaupinu um framherjann snjalla.

„Eins og staðan er núna erum við að fara yfir samningstilboð frá Chelsea, Manchester City og einu öðru félagi sem ég get ekki nafngreint að svo stöddu," segir Joorabchian og staðfesti að Tevez myndi ákveða sig á næstu tíu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×