Enski boltinn

Phil Brown sektaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Brown, stjóri Hull.
Phil Brown, stjóri Hull. Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Phil Brown, knattspyrnustjóra Hull City, um 2500 pund fyrir ummæli sem beindust að Mike Riley dómara.

Riley var dómari í leik Hull gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni þann 17. mars síðastliðinn. Brown sakaði Riley um að hafa verið valdur þess að Hull tapaði leiknum í samtali við fjölmiðla eftir leik.

Brown neitaði sök en aganefnd sambandsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst brotlegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×