Enski boltinn

Pulis vill fá Owen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen í leik með Newcastle.
Michael Owen í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, hefur staðfesti að félagið hafi áhuga á að fá Michael Owen í sínar raðir.

Samningur Owen við Newcastle rennur út um næstu mánaðamót og hefur hann verið orðaður við fjölda félaga í ensku úrvalsdeildinni.

„Maður á aldrei að segja aldrei í fótbolta og við hefðum sannarlega áhuga á að reyna að fá hann ef raunhæfur möguleiki væri á því," sagði Pulis í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég veit ekki hvort að Michael hefði áhuga á að koma hingað nú en aðstæður geta breyst," sagði Pulis og átti von á því að Owen myndi reyna að komast að hjá stærra félagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×