Enski boltinn

Ferguson: Erum búnir að fylgjast lengi með Obertan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United er gríðarlega ánægður með nýjasta liðsmann félagsins, Frakkann unga Gabriel Obertan.

„Gabriel er leikmaður sem við erum búnir að fylgjast lengi með en við gátum ekki fengið hann fyrr en nú. Við viljum fá leikmennina unga til þess að geta mótað þá sem fyrst og við skulum sjá hvar Gabriel mun standa eftir tvö ár," segir Ferguson.

Obertan er sjálfur eðlilega í skýjunum með tækifærið á að koma til félags á borð við United.

„Þetta er stórt tækifæri fyrir mig og ég gæti ekki verið glaðari. Ég hlakka líka til að geta sýnt hvað í mér býr," segir Obertan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×