Enski boltinn

Zhirkov í enskukennslu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nýjasti leikmaður Chelsea.
Nýjasti leikmaður Chelsea.

Yuri Zhirkov er formlega orðinn leikmaður Chelsea eftir að hann stóðs læknisskoðun og skrifaði undir þriggja ára samning í gær.

Zhirkov er 25 ára og getur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður.

Við undirskriftina í gær sagðist hann ekki hafa hafnað tilboði frá Chelsea enda mikill aðdáandi enska boltans. Hann talar þó ekki ensku enn sem komið er en hyggst bæta úr því sem fyrst og hefur sett það í forgang að skella sér í enskukennslu.

Zhirkov kemur frá CSKA í Moskvu en kaupverðið er talið í kringum 18 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×