Enski boltinn

Tottenham og Sunderland berjast um Richard Dunne

Ómar Þorgeirsson skrifar
Richard Dunne.
Richard Dunne. Nordic photos/Getty images

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Tottenham sé einnig á eftir varnarmanninum Richard Dunne hjá Manchester City en Sunderland er talið hafa lagt fram kauptilboð í leikmanninn í gær.

Fyrirliðinn Dunne er ekki lengur inni í framtíðarplönum Mark Hughes hjá City en félagið hefur verið orðað við fjölmarga miðverði í sumar og aðeins spurning um hvenær en ekki hvort félaginu takist að landa einu af þessum nöfnum.

Hinn 29 ára gamli Dunne kom til City frá Everton árið 2000 og á að baki tæplega 300 leiki fyrir félagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×