Enski boltinn

City búið að bjóða í Giuseppe Rossi?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Giuseppe Rossi.
Giuseppe Rossi. Nordic photos/AFP

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hinir forríku eigendur Manchester City séu búnir að leggja fram kauptilboð í framherjann Giuseppe Rossi hjá Villarreal.

Umboðsmaður Rossi lét þó nýlega hafa eftir sér að Rossi myndi ekki yfirgefa spænska félagið nema að „topp-sex" félag í Evrópu kæmi kallandi.

Þá hefur því löngum verið haldið fram að Sir Alex Ferguson hafi selt Rossi til Villarreal á sínum tíma með þeim skilyrðum að Manchester United hefði forkaupsrétt á Ítalanum unga sem hefur skorað grimmt og vakið mikla athygli með Villarreal í spænsku deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×