Enski boltinn

Kleberson: Hefði átt að slá í gegn á Englandi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kleberson í leik með United.
Kleberson í leik með United. Nordic photos/AFP

Brasilíumaðurinn Kleberson er enn í sárum þegar hann hugsar til baka til þess tíma þegar hann gekk vongóður í raðir Manchester United fyrir 6,5 milljónir punda árið 2003, á sama tíma og Cristiano Ronaldo kom til félagins.

Til að gera langa sögu stutta þá náði Brasilíumaðurinn ekki að finna sig jafnvel og kollegi hans frá Portúgal sem eins og kunnugt er gekk nýlega í raðir Real Madrid fyrir metfé.

„Ég kom til United með miklar væntingar í hjarta en yfirgaf félagið með brostnar vonir. Ég hefði í raun og veru átt að slá í gegn á Englandi en öllum er greinilega ekki ætlað að ná frama í ensku úrvalsdeildinni. Það hjálpaði heldur ekki til að ég meiddist í öðrum leik mínum með félaginu og á öðru tímabilinu var ég ekki lengur inni í myndinni hjá stjóranum," segir Kleberson í nýlegu viðtali.

Eftir ófarir sínar hjá United fór Kleberson til Besiktas í Tyrklandi og svo Flamengo í Brasilíu þar sem hann leikur nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×