Enski boltinn

Sheikh Mansour sáttur með Hughes

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Nordic photos/Getty images

Eigandinn Sheikh Mansour hjá Manchester City kveðst vera mjög ánægður með gang mála hjá félaginu undir stjórn Mark Hughes og telur að smátt og smátt munu þeir ná markmiðum sínum að gera City að stórveldi í Evrópu.

„Við höfum aldrei farið í felur með markmið okkar varðandi City. Við viljum vera með í baráttunni um alla titla sem í boði eru en vitum jafnframt að það tekur tíma. Síðustu tíu mánuðirnir hafa undirstrikað metnað okkar og við ætlum að halda áfram að bæta okkur á allan hátt. City er sofandi risi í enskum fótbolta og þegar hann vaknar munu menn taka eftir honum," segir Mansour í samtali við Sky Sports fréttastofuna.

City hefur ekki unnið stóran titil síðan árið 1976 en hefur verið að styrkja leikmannahóp sinn undanfarið með leikmönnum á borð við Roque Santa Cruz og Gareth Barry og von er á enn stærri nöfnum á Borgarleikvanginn í Manchester síðar í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×