Innlent

Umræður um stjórnarskrá skammt á veg komnar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sakaði sjálfstæðismenn um málþóf á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í dag. Sagði hún að umræða um stjórnskipunarlög hafa tekið 34 klukkustundur og sjálfstæðismenn hefðu talað í 75% af þeim tíma. Sagði hún ræður sjálfstæðismanna einnkennast af endurtekningum og greinilegt væri að þeir beittu málþófi.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill í framhaldi af því minna á ræðutíma er varðar nokkur stór mál á Alþingi undanfarin ár. Í tilkynningu frá flokknum segir að Jóhanna hafi sjálf talað í 10 klukkustundir og 8 mínútur samfellt í umræðum um húsnæðismál vorið 1998. Þá segir að umræður um fjölmiðlafrumvarpið svokallaða hafi tekið tæpar 93 klukkustundir. Umræður um EES-samninginn hafi tekið rúmar 100 klukkustundur og rætt hafi verið um Vatnalög í rúmar 50 klukkustundir.

„Af þessu má ljóst vera að umræður um stjórnarskrána eru í raun skammt á veg komnar miðað við það sem viðgengist hefur í ýmsum málum," segir í tilkynningu þingflokks Sjálfstæðisflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×