Enski boltinn

Leto farinn frá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Argentínumaðurinn Sebastian Leto hefur endanlega yfirgefið herbúðir Liverpool og er búinn að skrifa undir hjá gríska liðinu Panathinaikos.

Leto var einmitt í láni hjá gríska félaginu Olympiakos síðasta vetur og þótti standa sig vel. Olympiakos var til í að semja en Panathinaikos stal leikmanninum af þeim.

Leto kom til Liverpool sumarið 2007 en náði ekki að heilla Rafa Benitez. Þessi 22 ára strákur lék aðeins fjóra leiki með aðalliðinu á tíma sínum hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×