Enski boltinn

United búið að fá greitt fyrir Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United.
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United.
Manchester United hefur gengið frá sölunni á Cristiano Ronaldo og hefur staðfest að það hafi þegar fengið greitt fyrir hann.

Fram kemur á heimasíðu United að kaupverðið, 80 milljónir punda, sé óskilorðsbundið og hafi þegar verið greitt inn á bankabók United.

„Cristiano hefur verið frábær leikmaður hjá United og reynst félaginu vel. Á þeim sex árum sem hann hefur verið hér hefur hann vaxið og dafnað og orðið að besta knattspyrnumanni heims," sagði Alex Ferguson, stjóri United, á heimasíðu félagsins.

„Hans framlag hefur verið mikils virði í árangri liðsins undanfarið. Hann hefur skemmt áhorfendum um allan heim og óska allir hér honum alls hins besta í framtíðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×