Enski boltinn

Rafa ætlar að kaupa einn til tvo leikmenn í sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool er sannfærður um að hann fái nægilega mikinn fjárhagslegan styrk frá eigendum félagsins til þess að ganga frá kaupum á þeim leikmönnum sem hann vill fá í sumar. Þrátt fyrir nýlegar fregnir um að eigendurnir bandarísku hafi tapað fúlgum fjár að undanförnu.

„Við getum greinilega ekki spreðað neitt, en ég er viss um að ég geti fengið fjármagn til þess að kaupa einn eða tvo leikmenn. Ég er mjög ánægður með núverandi leikmannahóp en við þurfum að fá einn til tvo leikmenn til þess að styrkja hann enn frekar. Við vorum með í baráttunni á öllum vígstöðvum á síðasta tímabili en ég veit að við getum gert enn betur á því næsta," segir Benitez í samtali við Liverpool Echo en Spánverjinn skrifaði í mars undir nýjan fimm ára samning við félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×