Enski boltinn

Arsenal komið í kapphlaupið um Melo

Ómar Þorgeirsson skrifar
Felipe Melo í leik með Brasilíu.
Felipe Melo í leik með Brasilíu. Nordic photos/AFP

Brasilíski landsliðsmaðurinn Felipe Melo skrifaði nýverið undir nýjan fimm ára samning við ítalska félagið Fiorentina en hann kom til félagsins í fyrra.

Í samningi miðjumannsins er hins vegar uppsagnarákvæði sem gerir það að verkum að ef félög eru tilbúin að borga ákveðna upphæð, 21, 4 milljónir punda, er leikmanninum frjálst að tala við þau.

AC Milan og Juventus eru sögð áhugasöm um að fá Brasilíumanninn en Pantaleo Corvino, yfirmaður knattspyrnumála hjá Fiorentina, segir Arsenal einnig hafa áhuga á leikmanninum.

„Wenger er búinn að setja sig í samband við okkur með möguleg leikmannaskipti í huga. Emmanuel Eboue kemur til að mynda til greina í skiptunum. Það er aftur á móti ekki rétt að Juventus sé búið að leggja fram kauptilboð í leikmanninn. Ekkert félag er búið að gera það eins og staðan er í dag," segir Corvino í samtali við Gazetta dello Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×