Innlent

Segja annarleg sjónarmið að baki umræðu um ábyrgð Guðlaugs

Formenn tólf sjálfstæðisfélaga í Reykjavík segja að það hljóti að liggja annarleg sjónarmið að baki því að draga nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns inn í umræðu um styrki til Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir lýsa yfir fullum stuðningi við Guðlaug. Segjast þeir lýsa furðu sinni á þeim málatilbúnaði sem verið hafi í kringum fjáraflanir á vegum Sjálfstæðisflokksins og hvernig nafn Guðlaugs Þórs hafi verið dregið inn í þá umræðu. Formennirnir tólf segja að það liggi fyrir hverjir tóku á móti umræddum styrkjum og hverjir samþykktu þá af hálfu flokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem eftirtaldir aðilar undirrita.

Benedikt Geirsson

Björn Gíslason

Hafsteinn Valsson

Hólmar Þór Stefánsson

Jón Arnar Tracey Sigurjónsson

Kári Sölmundarson

Ólafur Rúnar Jónsson

Óttarr Guðlaugsson

Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir

Sigurður Pálsson

Theodór Bender

Torfi Kristjánsson

Átján félög eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×