Enski boltinn

Tíu ára ferill Hyypia á Anfield endar á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sami Hyypia fagnar hér einu marka sinna með Liverpool.
Sami Hyypia fagnar hér einu marka sinna með Liverpool. Mynd/AFP

Finninn Sami Hyypia leikur sinn 464. og síðasta leik fyrir Liverpool á móti Tottenham á sunnudaginn en hann er á leiðinni til þýska liðsins Bayer Leverkusen á næsta tímabili.

Hyypia er búinn að vera hjá Liverpool í heilan áratug og fyrirliðinn Steven Gerrard segir að hann sé ein af goðsögnum í sögu félagsins.

„Það er erfitt að lýsa þessu með orðum. Hann hefur verið stoð og stytta fyrir okkur í mörg ár. Hann er einn af bestu leikmönnunum sem ég hef spilað með og ég get gefið honum meira hrós en það," sagði Steven Gerrard um Finnann sem er orðinn 35 ára gamall.

Síðustu misseri hefur Sami Hyypia orðið undir í samkeppninni við þá Martin Skrtel og Daniel Agger sem eru framtíðarmiðverðir Liverpool-liðsins. Hann hefur unnið alla titla í boði nema enska meistaratitilinn með Liverpool.

„Það er leiðinlegt að ná ekki að vera meistari en ég sé ekki eftir neinu. Ég er leiðari fyrir hönd stuðningsmanna Liverpool sem hafa þurft að bíða svo lengi eftir titlinum," sagði Hyypia.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×