Enski boltinn

Ramsey framlengir við Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Ramsey í leik með Arsenal.
Aaron Ramsey í leik með Arsenal.

Hinn átján ára Aaron Ramsey hefur gert nýjan langtímasamning við Arsenal en hann kom til félagsins frá Cardiff í fyrra.

Ramsey kom við sögu í 22 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili og þótti standa sig vel þrátt fyrir ungan aldur.

„Við erum hæstánægðir með að Aaron hafi skrifað undir nýjan langtímasamning," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Hann stóð sig vel á síðasta tímabili og sýndi að hann er mjög klókur og hæfileikaríkur leikmaður."

„Hann er enn aðeins átján ára gamall og við hlökkum til að sjá hann vaxa og dafna á næstu árum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×