Helguvík þurrkar upp jarðhitann 10. janúar 2009 18:51 Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira