Enski boltinn

Ferguson og Vidic menn ársins

AFP

Sir Alex Ferguson og Nemanja Vidic hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

United byrjaði ekki vel í úrvalsdeildinni í fyrra og vann aðeins einn af fyrstu fjórum leikjum sínum, en liðið náði toppnum í janúar og tryggði sér þriðja meistaratitilinn í röð. Liðið var m.a. taplaust í 16 leikjum í röð og setti met yfir flesta leiki í röð án þess að fá á sig mark.

Þetta er í níunda skipti sem Alex Ferguson er stjóri ársins en Vidic var kjörinn leikmaður ársins í fyrsta sinn á ferlinum. Vidic var hjartað í vörninni hjá United sem fékk aðeins á sig 24 mörk í 38 leikjum.

Það var nefnd fulltrúa knattspyrnusambandsins, fjölmiðla og stuðningsmanna sem stóð að valinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×