Enski boltinn

Bruce má hefja viðræður við Sunderland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bruce, stjóri Wigan.
Steve Bruce, stjóri Wigan. Nordic Photos / Getty Images

Wigan hefur gefið Sunderland leyfi til að hefja viðræður við Steve Bruce um að taka við knattspyrnustjórn síðarnefnda liðsins.

Þetta hefur fréttastofa BBC eftir sínum heimildum. Bruce tók við Wigan í nóvember árið 2007 og varð liðið í ellefta sæti ensku úrvasdeildarinnar undir hans stjórn nú í vetur.

Bruce kom frá Birmingham á sínum tíma og greiddi Wigan félaginu þá þrjár milljónir punda fyrir Bruce. Dave Whelan, eigandi Wigan, vill ekki staðfesta þessar fréttir en sagði að þeir ætluðu ekki að sleppa Bruce átakalaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×