Innhverf íhugun Lynch til bjargar Íslandi í kreppu 30. apríl 2009 08:00 David Lynch er viss um að innhverf íhugun geti komið Íslendingum að góðum notum nú um stundir. Hann heldur fyrirlestur í Háskólabíói á laugardaginn klukkan 14. Þar er ókeypis aðgangur.Nordicphotos/Getty „Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Ég hlakka mikið til, er búinn að vera á leiðinni í yfir tuttugu ár,“ segir kvikmyndaleikstjórinn David Lynch. Hann er væntanlegur til landsins á föstudaginn og hyggst flytja fyrirlestur um innhverfa íhugun, eða transcendental meditation eins og hún kallast á ensku. Lynch hefur að eigin sögn stundað innhverfa íhugun frá árinu 1973. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að því að kynna þessa hugleiðslutækni fyrir öllum heiminum, flogið heimshornanna á milli og flutt fagnaðarerindið. Heimildarmynd um ferðir hans er í vinnslu og hann útilokar ekki að Íslandsheimsóknin rati þar inn. „Mér skilst að Sigurjón [Sighvatsson] ætli að vera með tökulið og þetta gæti vel ratað inn,“ segir Lynch en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var leikstjórinn staddur í París, í óða önn að búa sig undir Íslandsferðina. Að sögn Lynch getur innhverf íhugun komið Íslendingum að góðum notum í þeirri efnahagskreppu sem nú ríkir, því tæknin eykur möguleika mannskepnunnar á að nýta alla þá orku sem býr innra með henni. „Innhverf íhugun gerir þér kleift að vekja hinn meðvitaða huga til meðvitundar um óendanlega möguleika sína og leysa úr læðingi allan þann kraft sem býr innra með okkur. Í raun má segja að innhverf íhugun hjálpi mannskepnunni að fullnýta alla sína möguleika,“ útskýrir Lynch og bætir því við að samkvæmt kenningunni þurfi aðeins eitt prósent þjóðarinnar að stunda þessa hugleiðslutækni þrisvar á dag til að hún hafi áhrif út á við. „Þar sem þið Íslendingar eruð fámenn þjóð þyrftu því tiltölulega fáir einstaklingar að meðtaka þetta og sinna,“ segir Lynch, sannfærður um að tæknin komi Íslendingum að góðum notum. Leikstjórinn er síður en svo eini þekkti einstaklingurinn sem hefur hallað sér að innhverfri íhugun. Hreyfingin er runnin undan rótum gúrúsins Maharishi Mahesh Yogi sem kom með hana til Bretlands árið 1958. Hún vakti heimsathygli þegar Bítlarnir gengu henni á hönd og bæði Paul McCartney og Ringo Starr hafa stutt dyggilega við bakið á Lynch Foundation, sjóð sem er hugsaður til þess að veita henni brautargengi sem víðast. Lynch sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig dagskrá sinni væri háttað hér á landi, hún væri þó þéttskipuð og hann var efins um hvort honum tækist að sjá eitthvað fyrir utan borgarmörkin. „En ég reikna fastlega með því að koma hingað aftur,“ segir Lynch. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira