Enski boltinn

Neill: Kemur til greina að fara aftur til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lucas Neill í leik með West Ham á síðasta tímabili.
Lucas Neill í leik með West Ham á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images

Lucas Neill segir að það komi vel til greina að hann semji aftur við West Ham en hann hefur verið án félags síðan að samningur hans við félagið rann út.

Neill er 31 árs gamall Ástrali og er Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, sagður áhugasamur um að fá hann aftur til félagsins.

Sjálfur vill Neill fá niðurstöðu í sín mál fyrr en síðar. „Þetta hefur verið athyglisvert," sagði hann. „Þetta hefur verið svolítið pirrandi tímabil en á sama tíma spennandi. Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga og umboðsmaður minn hefur átt í viðræðum við þau."

„Það eru nú nokkur félög sem koma til greina. Ég vil endilega klára þessi mál sem fyrst svo ég geti farið að einbeita mér að tímabilinu sem er framundan."

Hann hefur einnig átt í viðræðum við tvö félög utan Englands en hann segir það geta orðið erfitt fyrir sig að fara til meginlandsins þar sem hann talar ekki önnur tungumál en ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×