Enski boltinn

Portsmouth enn í vandræðum með að borga leikmönnum laun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er þungbúið yfir Fratton Park þessa dagana. Hermann Hreiðarsson er kominn af stað en fjárhagsstaða liðsins er slæm.
Það er þungbúið yfir Fratton Park þessa dagana. Hermann Hreiðarsson er kominn af stað en fjárhagsstaða liðsins er slæm. Mynd/AFP

Vandræði Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Portsmouth halda áfram innan sem utan vallar. Liðið er í botnsæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti og nú klikkar félagið líka á því að borga leikmönnum laun annan mánuðinn á þessu tímabili.

Það bíður því nýja stjóranum, Avram Grant, erfitt verkefni að reisa liðið við ekki síst ef félagið getur ekki bætt við sig leikmönnum í janúarglugganum.

Forráðamenn Portsmouth hafa viðurkennt að stór hluti leikmannahópsins hafi ekki fengið borgað fyrir nóvember en lofa jafnfram að reynt verði að bæta úr því sem fyrr.

Það er ljóst að þetta er ekki til að hjálpa mönnum á Fratton Park að byggja upp liðsandann fyrir mikilvægan heimaleik á móti Burnley í morgun - leik sem verður bara að vinnast ætli liðið ekki að falla.

Portsmouth hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að leikmenn liðsins muni fá hluta launa sinna borgaða en síðan muni vera farið á fullt í að borga restina á næstu dögum.

Staða félagsins er mjög slæm og það hefur ekki breyst mikið þótt að það hafi skipt um eigendur. Nýi eigandinn Ali al-Faraj tók lán til þess að borga mönnum laun fyrir október en tókst ekki að klára greiðslu launa fyrir nóvember í tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×