Enski boltinn

Ferguson býst við miklu af Dimitar Berbatov í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov í einum af æfingaleikjum United á undirbúningstímabilinu.
Dimitar Berbatov í einum af æfingaleikjum United á undirbúningstímabilinu. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United bíður spenntur eftir því að sjá Dimitar Berbatov spila á móti Chelsea í leiknum um góðgerðaskjöldinn í dag. Leikur Englandsmeistara Manchester United og bikarmeistara Chelsea hefst klukkan 14.00 og er í beinni útsendingu á bæði Stöð2 Sport og Stöð2 Sport2.

„Ég hef aldrei hitt leikmann sem hefur ekki látið skort á sjálfstrausti draga sig niður ekki einu sinni Eric Cantona. Þetta er verst fyrir framherja því það eru mörkin sem telja hjá þeim og þeir eru dæmdir eftir fjölda þeirra," sagði Ferguson.

„Berbatov missti líklega sjálfstraustið á síðasta tímabili þó að hann hafi ekki sýnt það út á við. Við vorum kannski ósanngjarnir við hann í fyrra með því að láta hann spila of djúft. Við töldum að það hentaði honum miðað við það hvernig hann spilaði hjá Spurs en við höfðum rangt fyrir okkur," sagði Ferguson.

„Við vitum núna að hann er bestur á þriðja helmingi vallarins og þar er hann stórhættulegur. Við vitum því hvar hann á að spila á þessu tímabili," sagði Ferguson.

„Vandamálið við ímynd hans á vellinum er hinn fjörlausi og slappi hlaupastíll hans. Hann hefur kannski ekki hraða Cristiano Ronaldo eða Nani en hann er líklega jafnfljótur og Rooney," sagði Sir Alex.

Dimitar Berbatov skoraði 14 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum í fyrra þar af 9 mörk í 30 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann varð síðan í 2.sæti í deildinni í stoðsendingum en Berbatov lagði upp 10 mörk fyrir félaga sína á síðasta tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×