Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Vals segir frá fangelsisvist sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Ward í leik með Val árið 1998.
Mark Ward í leik með Val árið 1998.

Mark Ward, fyrrum leikmaður Everton og annarra félaga í ensku úrvalsdeildinni, lék með Val í skamman tíma árið 1998. Hann er nú nýlaus úr fangelsi og hefur gefið út ævisögu sína.

Ward lék með Val í efstu deild karla árið 1998 en hann var þá 35 ára gamall.

Árið 2005 var hann svo dæmdur í átta ára fangelsi eftir að fjögur kíló af kókaíni fundust í íbúð sem hann var að leigja. Hann var látinn laus úr fangelsi í síðustu viku.

Hann skrifaði ævisögu sína í fangelsinu sem ber titilinn From Right-Wing to B-Wing: Premier League to Prison. Í bókinni segir hann frá dögum sínum sem knattspyrnumaður, baráttu sína við fíkniefni og hvernig hann flæktist í glæpastarfssemi sem varð til þess að hann var dæmdur til fangelsisvistar.

Hann lék á sínum tíma til að mynda með Everton, Manchester City, West Ham og Birmingham.

Viðtal við hann sem birtist í breska dagblaðinu The Indepentdent má lesa hér.

Frétt Vísis af málinu sem birtist árið 2005 má lesa hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×