Lífið

NFF: Sömdu lag og gerðu tónlistarmyndband á einni helgi

Gísli Rúnar skrifar
Stikla úr umræddu tónlistarmyndbandi NFF.
Stikla úr umræddu tónlistarmyndbandi NFF.
„Við fengum hugmyndina á fimmtudaginn og sömdum lag, tókum upp myndband og klipptum á einni helgi," segir Ævar Ísak Ástþórsson oddviti, nemendafélags Flensborgarskólans.

Myndbandið var birt á Facebook og YouTube sunnudaginn 10. október og naut það strax mikilla vinsælda.

Aðspurður hvort myndbandið væri svar nemendafélagsins við alræmdu myndbandi Verzlinga svaraði Ævar að svo væri ekki.

„Við gerðum þetta aðallega til þess að auglýsa hip-hop ballið okkar og til þess að hita mannskapinn upp."

En ballið verður haldið fimmtudaginn, 15. október á Rúbín. Fram koma XXX Rottweiler hundar og mun Addi Intro þeyta skífum auk þess sem að leynigestir stíga á svið.

Myndbandið má sjá hér.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa Flensborgar fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×