Enski boltinn

Gerrard meiddur og missir af landsleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard er meiddur.
Steven Gerrard er meiddur. Nordic Photos / Getty Images

Steven Gerrard er meiddur í nára og getur því ekki spilað með enska landsliðinu gegn því hollenska í vináttulandsleik þjóðanna á morgun.

Í gær þurfti Ben Foster markvörður að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og í morgun var það staðfest að Gerrard færi ekki með liðinu til Hollands í dag.

Fabio Capello hefur ekki enn tilkynnt hver tekur sæti Gerrard í hópnum en óvíst er að hann kalli annan leikmann í hópinn svo stuttu fyrir leik.

Þess má einnig geta að David James er einnig meiddur og því annað hvort Robert Green eða Paul Robinson sem munu verja mark Englands í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×