Enski boltinn

Carew orðaður við City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Carew, til vinstri, fagnar marki í leik með Aston Villa.
John Carew, til vinstri, fagnar marki í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City er á höttunum eftir norska sóknarmanninum John Carew, leikmanni Aston Villa, samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports.

Í fréttinni segir að Carew sé mjög ofarlega á óskalista Manchester City nú í sumar en Mark Hughes, knattspyrnustjóri City, er sagður hafa misst áhugann á Roque Santa Cruz, leikmanni Blackburn.

Carew hefur skorað fimmtán mörk í öllum keppnu með Aston Villa í vetur, þar af átta í síðustu sextán leikjum sínum.

Því er einnig haldið fram að Aston Villa gæti freistast til að selja Carew þar sem félagið keypti annan framherja, Emile Heskey, í janúar síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×