Enski boltinn

Blackburn keypti Givet

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gael Givet, leikmaður Blackburn.
Gael Givet, leikmaður Blackburn. Nordic Photos / AFP

Blackburn hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Gael Givet sem var í láni hjá félaginu frá Marseille í Frakklandi.

Givet kom til félagsins þann 15. janúar síðastliðinn og kom samtals við sögu í sextán leikjum hjá félaginu. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Blackburn sem greiddi 3,5 milljónir punda fyrir hann.

„Þetta eru góð kaup fyrir okkur og við eigum von á meiru frá honum þó svo að hann hafi staðið sig mjög vel síðan hann kom," sagði Sam Allardyce, stjóri Blackburn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×