Enski boltinn

Fraizer Campbell í viðræður við Hull

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fraizer Campbell.
Fraizer Campbell. Nordicphotos/Gettyimages

Enska úrvalsdeildarfélagið Hull hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við Englandsmeistarar Manchester United um kaup á framherjanum unga Fraizer Campbell. Talið er að kauptilboðið sé eitthvað í kringum 6 milljónir punda.

Fleiri úrvalsdeildarfélög eru talin vera á eftir Campbell og líklegt talið að Stoke, Sunderland og Fulham muni bjóða sömu upphæð en Hull er ennþá eina félagið sem hefur fengið leyfi til þess að ræða við Campbell.

Hinn 21 árs gamli Campbell var á láni hjá Hull í sjö mánuði tímabilið 2007-2008 og átti þá stóran þátt í því að tryggja félaginu farseðilinn upp í ensku úrvalsdeildina með því að skora fimmtán mörk í deildinni.

Campbell átti einnig möguleika á að fara til Hull síðasta sumar en neitaði þá samningstilboði félagsins og ákvað frekar að reyna fyrir sér á láni hjá Tottenham en fékk fá tækifæri með Lundúnaliðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×